Þjónustubraut – stuðningsfulltrúi – 120 einingar

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á þjónustubraut fyrir stuðningsfulltrúa. Námið er í umsjón Verkmenntaskóla Austurlands.

Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í skólum er ætlað að veita fólki sem starfa við hlið og undir stjórn kennara starfstengda menntun. Brautin er góður undirbúningur fyrir þá nemendur framhaldsskóla sem stefna á kennaramenntun á háskólastigi. Stuðningsfulltrúar starfa flestir í grunnskólum en einnig í framhaldsskólum og felast verkefni þeirra í að vera kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda.

Til þess að geta hafið nám á stuðningsfulltrúabraut þurfa nemendur að hafa lokið námsmarkmiðum grunnskóla með lágmarksárangri. Í stærðfræði, íslensku og ensku skulu nemendur hafa hlotið einkunnina C eða hærri.

Þjónustubraut – stuðningsfulltrúi er kennd í fjarnámi

Brautarlýsing

Brautarskipulag

Áætlun um námsframboð

HAUST 2017VOR 2018HAUST 2018VOR 2019
SAMS1SS05SÁLF2ÞS05UPPE2KU05NÆRI2GR05
FÉLA2FÖ05UPPE2SS05SIÐF2GH05SÁLF2HA05
ÍSLE2BB05ÍÞRF2ÞH05LIME2MM05NÁSK2NÞ05
FÉLV1ÞF05ATFR2VÖ05FSFÞ1FF05UPPT1UT05
VAPÓ2VN15VAPÓ3FR05
NÁMS2KN05
20 EININGAR40 EININGAR25 EININGAR20 EININGAR

Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til breytinga á uppröðun áfanga.