20/06/2014

Upphaf haustannar

Nám á haustönn hefst síðustu vikuna í ágúst. Á nokkrum brautum eru þó það fáir nemendur að ekki verður ákveðið fyrr en í haust hvort nám hefjist á þeim. Næstu daga fá umsækjendur upplýsingar um nám á þeim brautum sem þeir sóttu um. Áfram er hægt að sækja um nám í sumar en þeim umsóknum verður ekki svarað fyrr en í ágúst.

15/01/2014

Nýr skóli

Menntaskóli Borgarfjarðar

 

 

 

 

 

Menntaskóli Borgarfjarðar – MB – hefur bæst í hóp Fjarmenntaskólanna. Þeir eru nú orðnir tíu talsins og eru:

  • Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
  • Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi
  • Fjölbrautaskóli Snæfellinga á Grundarfirði
  • Menntaskólinn á Ísafirði
  • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði
  • Framhaldsskólinn á Húsavík
  • Menntaskólinn á Egilsstöðum
  • Verkmenntaskóli Austurlands í Nekaupstað
  • Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði

Við bjóðum Menntaskóla Borgarfjarðar velkominn í hópinn.