27/05/2016

Ný námsbraut

Fjarmenntaskólinn býður nú upp á nám á skrifstofubraut sem er starfsnám þjónustu á sviði skrifstofugreina. Námsbrautin er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Menntaskólans á Egilsstöðum. Frekari upplýsingar um nám á brautinni má fá á heimasíðu okkar undir flipanum Námið.

03/05/2016

Opið fyrir umsóknir

Búið er að opna fyrir umsóknir um nám í Fjarmenntaskólanum á haustönn 2016. Í boði eru tólf námsleiðir í starfsnámi og fjöldi greina í almennu námi. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst og hámarksgjald er 30.000,- krónur.