16/11/2015

Evrópskt menntanet

Fulltrúar sjö skóla Fjarmenntaskólans voru dagana 9.-13. nóvember á ráðstefnu í Zagreb um menntun og upplýsingamiðlun.  Ráðstefnan var tíunda ársráðstefna ecoMedia sem eru samtök 5000 skóla víðsvegar um Evrópu.  Fjarmenntaskólanum var boðið að taka sæti í stjórn samtakanna og óskir komu fram um að halda ráðstefnu ecoMedia á Íslandi árið 2018.

Fulltrúar sjö skóla Fjarmenntaskólans

27/08/2015

Skráningu á haustönn er nú nú lokið. 

Rúmlega fjörtíu umsóknir bárust um nám á starfsnámsbrautum; mest í sjúkraliðanám en tækniteiknun og húsasmíði voru einnig vinsælar greinar.  Mjög mikli aðsókn var einnig í almennt fjarnám og þá einkum í Menntaskólann á Egilsstöðum og Menntaskólann á Tröllaskaga sem geta ekki tekið við öllum nemendum sem sóttu um.