Fjallamennskunám

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám í fjallamennsku. Námið er í umsjón Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

 

Námið ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið veitir ekki formleg réttindi en á að gera nemendur færari um að skipuleggja ferðir um fjalllendi og óbyggðir og veita grunnþjálfun í að meta vettvang og velja úrræði við ólíkar aðstæður.  Hægt er að taka námið á tveimur til fjórum önnum. Námið er skipulagt sem fjar- og lotunám þar sem nemendur þurfa að mæta í vettvangsnám.

 

Farið verður af stað með nýjan hóp á fjallamennskubrautinni haustið 2017 og verður innritun í þann hóp auglýst sérstaklega vorið 2017.

 

Fjallamennskunám – Brautarlýsing

 

Áfangalýsingar 

Fjallamennska 1AA12 • 1BT13 • 2DF12 • 2EF13 • 2FE10

 

Nemendur taka einnig almennar greinar.

Tekið verður við umsóknum í mars 2017 fyrir næsta skólaár