Fjallamennskunám

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám í fjallamennsku. Námið er í umsjón Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið veitir ekki formleg réttindi en á að gera nemendur færari um að skipuleggja ferðir um fjalllendi og óbyggðir og veita grunnþjálfun í að meta vettvang og velja úrræði við ólíkar aðstæður.  

 

Fjallamennskunámið er 60 eininga fagnám sem er skipulagt sem vettvangsnám og fjarnám.  Vettvangsnámið er fyrst og fremst almennar og sérhæfðar ferðir á fjöll og jökla, auk heimsókna í fyrirtæki. Fjarnámið er einkum náttúrufræði og skipulag ferða.

Hægt er að nýta fagnámið sem sérhæfingu á kjörnámsbraut til stúdentsprófs eða til framhaldsskólaprófs sem er í boði í FAS.

Nánari upplýsingar í síma 470 8070 og fas@fas.is