Námsbraut fyrir leikskólaliða

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á námsbraut fyrir leikskólaliða. Námið er í umsjón Verkmenntaskóla Austurlands.

 

Starfsvettvangur leikskólaliða er í leikskólum. Leikskólaliði starfar við umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna í samræmi við markmið aðalnámskrár og leiðbeinir börnum við leik og störf. Hann tekur þátt í daglegu starfi leikskólans og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem m.a. snúa að daglegri umgengni og umsjón með leik- og vinnusvæðum, tækjum og búnaði.

 

Brautarlýsing

 

Áætlun um námsframboð

 

Áfangar með rauðum bakgrunni eru fjarnámsáfangar

Áfangar með grænum bakgrunni eru kenndir í lotum

Áfangar með gulum bakgrunni eru dreifnámsáfangar, bæði fjarnáms- og lotuáfangar

 

Haust 15 Vor 16 Haust 16 Vor 17
SAS113 SÁL203 UPP203 MON102
ÍSL633 UPP103 SIÐ103 LEN103
FÖT103 ÞRO103 LSK103 HOA103
FÉL103 SKY101    
12 e. 10 e. 9 e. 8 e.

 

Nemendur taka einnig almennar greinar og starfsþjálfun (STG/STL).

Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til breytinga á uppröðun áfanga.