Þjónustubraut – leikskólaliði – 120 einingar

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á námsbraut fyrir leikskólaliða. Námið er í umsjón Verkmenntaskóla Austurlands.

Námsbraut fyrir leikskólaliða er ætlað að veita leiðbeinendum sem starfa við hlið og undir stjórn leikskólakennara starfstengda menntun. Brautin er góður undirbúningur fyrir þá nemendur framhaldsskóla sem stefna á kennaramenntun á háskólastigi.

Starf leikskólaliða snýst um umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna í samræmi við markmið aðalnámskrár fyrir leikskóla og einstakar skólanámskrár. Þeir taka þátt í daglegu starfi leikskóla og sinna fjölbreyttum verkefnum við að leiðbeina börnum við leik og störf og sinna daglegri umgengni og umsjón með leik- og vinnusvæðum, tækjum og búnaði.

Til þess að geta hafið nám á leikskólaliðabraut þurfa nemendur að hafa lokið námsmarkmiðum grunnskóla með lágmarksárangri. Í stærðfræði, íslensku og ensku skulu nemendur hafa hlotið einkunnina C eða hærri.

Þjónustubraut – leikskólaliði er kennd í fjarnámi

Brautarlýsing

Brautarskipulag

Umsókn um nám

Áætlun um námsframboð

HAUST 2020VOR 2021HAUST 2021VOR 2022
LIME2MM05ATFR2VÖ05FÉLA2FÖ05NÁMS2KN05
SÁLF2ÞS05NÁSK2NÞ05ÍSLE2BB05SAMS1SS05
SIÐF2GH05NÆRI2GR05UPPE2SS05UPPE3UT05
VAPÓ2VN15SÁLF2HA05FÉLV1ÞF05UPPT1UT05
VAPÓ3FR05VAPÓ2VN15VAPÓ2VN15VAPÓ2VN15
FÉLV1ÞF05VAPÓ3FR05

VAPÓ3FR05VAPÓ3FR05
35 einingar40 einingar40 einingar40 einingar

Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til breytinga á uppröðun áfanga.