Innritun gengur vel

Innritun í Fjarmenntaskólann hefur gengið afar vel og eru nú flestar þeirra brauta sem ákveðið var að kenna komnar í gang. Á nokkrum er alveg fullt en laust pláss er í fjallamennsku og listgreinar, fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.

Kennsla hefst á misjöfnum tíma eftir brautum en yfirleitt má gera ráð fyrir að hún hefjist um eða upp úr 20. ágúst. Nemendur fá upplýsingar um þetta frá þeim sem sjá um þá braut.