Menntaskólinn á Ísafirði kominn í hópinn

Menntaskólinn á ÍsafirðiMenntaskólinn á Ísafirði var að bætast í hóp þeirra framsæknu framhaldsskóla sem standa að Fjarmenntaskólanum. Skólarnir eru nú átta, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.