Sjúkraliðabraut

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á sjúkraliðabraut.
Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði. 

Sjúkraliðanám er 206 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfs­heitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Brautarlýsing samkvæmt nýrri námskrá

Námið skiptist í almennar og sérhæfðar greinar. Stefnt er að því að fara af stað með nýjan hóp á hverju hausti og myndu nemendur þá taka sérhæfðu áfangana eftir skipulaginu hér fyrir neðan.

Sjúkraliðabraut - sérhæfðar greinar

Námsgrein1. önn
- haust
2. önn
- vor
3. önn
- haust
4. önn
- vor
5. önn
- haust
6. önn
- vor
HeilbrigðisfræðiHBFR1HH05
Hjúkrun, grunnur - verklegHJVG1VG05
HjúkrunHJÚK1AG05HJÚK3ÖH05HJÚK2TV05HJÚK3FG05HJÚK3LO03
HjúkrunHJÚK2HM05
Líffæra- og lífeðlisfræðiLÍOL2SS05LÍOL2IL05
LíkamsbeitingLÍBE1HB01
LyfjafræðiLYFJ2LS05
NæringarfræðiNÆRI1IN05
SamskiptiSASK2SS05
SiðfræðiSIÐF2SS05
SjúkdómafræðiSJÚK2MS05SJÚK2GH05
Starfsþjálfun sjúkraliðaSTAF3ÞJ27
SýklafræðiSÝKL2SS05
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrárUPPÆ1SR05
Verknám sjúkraliðaVINN3ÖH08VINN2LS08VINN3GH08
Samtals einingar á önn21 eining28 einingar28 einingar23 einingar13 einingar27 einingar

Nemendur geta svo tekið almennar greinar eftir því sem best hentar hverjum og einum en almennu greinarnar má sjá hér fyrir neðan.

Sjúkraliðabraut - almennar greinar

Námsgrein1. þrep2. þrep3. þrep
Danska5 einingar
Enska10 einingar5 einingar
Félagsvísindi5 einingar
Íslenska10 einingar
Íþróttir5 einingar
Lífsleikni5 einingar
Náttúruvísindi5 einingar
Sálfræði5 einingarSÁLF3ÞR05
Skyndihjálp1 eining
Stærðfræði5 einingar
Samtals20 einingar36 einingar10 einingar

Sjúkraliðabrú

Inntökuskilyrði á sjúkraliðabrú er að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í samræmi við námsmat sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta Aðalnámsskrár eða sambærilegt nám. Umsækjandi þarf að vera orðinn 23 ára og hafa að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra,
fatlaðra eða sjúkra. Umsækjandi þarf að vera starfandi við umönnun aldraðra, fatlaðra eða sjúkra þegar sótt er um námið auk þess að skila meðmælum frá vinnuveitanda. Þeir sem uppfylla inntökuskilyrði á brautina skulu ljúka að lágmarki 146 feininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar.