Félagsliðanám (ME)

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á félagsliðabraut. Námið er í umsjón Menntaskólans á Egilsstöðum.

Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa sérstaka aðstoð við athafnir daglegs lífs. Að loknu námi eru nemendur færir um að styrkja jákvæða sjálfsmynd einstaklinga og stuðla þar með að auknu sjálfstæði þeirra. Kynntar eru aðferðir til að greina, skilja og virða þarfir fólks auk þess sem stefnt er að því að auka lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta, bæði líkamlega, efnislega, félagslega og tilfinningalega. Stöðugt er leitast við að vekja athygli nemenda á manngildi og leita nýrra leiða til að þróa og bæta þjónustuna.

Nám fyrir félagsliða er skipulagt sem fimm anna nám sem samanstendur af kjarnagreinum sem sameiginlegar eru starfsnámsbrautum og sérgreinum félagsliða. Nemendur velja á milli sérhæfingar í starfi með fötluðu eða öldruðu fólki. Vinnustaðanám fer fram á lokaönnum námsins.

Því miður þá náðist ekki lágmarksfjöldi nemenda til að hefja kennslu á námsbrautinni haustið 2019. Boðið verður upp á nám á brautinni haustið 2020 að öllu óbreyttu, ef nægur fjöldi fæst.

Brautarlýsing

Skipulag náms á brautinni 2018 – 2020

 1. önn
-Haust 2018
2. önn
- Vor 2019
3. önn
- Haust 2019
4. önn
- Vor 2020
5. önn
- Haust 2020
 
Samtals einingar á önn25 einingar23 einingar27 einingar25 - 35 einingar20 einingarSamtals 120 einingar á braut
KjarnagreinarATFR2VÖ05
ENSK1BY05
ÍSLE1UN05
SAMS1SS05
UPPT1UT05
ÍÞRÓ1HA01
STÆR1DD05
SÁLF2ÞS05
SIÐF2GH05
SKYN2GR02
ÍÞRÓ1HL02
FÉLA2FÖ05
SérgreinarNÆRI2GR05ASUM2UA05
LYFJ2FF05
SÁLF2FS05
FSFÞ2FJ05
VAPÓ2VN10
FSFÞ3FS05
SÁLF2AB05
VAPÓ3FR10
Valsvið*FÖFR2MF05
SÁLF2HA05
ÖLFR2ÖL05
ÖLFR2ÖS05
Nemendur velji annað hvort vinnu með fötluðum eða öldruðum.
Bundið áfangaval**FÉLA1AL05
HLSE1ÍÞ05
HÚSS2AG05
UPPE2SS05
Nemendur velji 1 áfanga eða 5 einingar.