Félagsliðanám (ME)

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á félagsliðabraut. Námið er í umsjón Menntaskólans á Egilsstöðum.

Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa sérstaka aðstoð við athafnir daglegs lífs. Að loknu námi eru nemendur færir um að styrkja jákvæða sjálfsmynd einstaklinga og stuðla þar með að auknu sjálfstæði þeirra. Kynntar eru aðferðir til að greina, skilja og virða þarfir fólks auk þess sem stefnt er að því að auka lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta, bæði líkamlega, efnislega, félagslega og tilfinningalega. Stöðugt er leitast við að vekja athygli nemenda á manngildi og leita nýrra leiða til að þróa og bæta þjónustuna.

Nám fyrir félagsliða er skipulagt sem fimm anna nám sem samanstendur af kjarnagreinum sem sameiginlegar eru starfsnámsbrautum og sérgreinum félagsliða. Nemendur velja á milli sérhæfingar í starfi með fötluðu eða öldruðu fólki. Vinnustaðanám fer fram á lokaönnum námsins.

Menntaskólinn á Egilsstöðum býður upp á nám á félagsliðabraut haustið 2020 ef næg þátttaka fæst. 

Ekki náðst tilskilinn fjöldi umsækjenda og því miður ekki hægt að hefja kennslu á félagsliðabraut haustið 2020.

Unnið er að endurskipulagningu námsbrautarinnar í samvinnu við Borgarholtsskóla og er hún í samþykktarferli hjá Menntamálastofnun. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu ME eða í netfanginu fjarnam@me.is

Námið er allt í fjarnámi og gjald er samkvæmt gjaldskrá fjarnáms í ME.  

Brautarlýsing

Skipulag náms á brautinni 2020-2022

 1. önn
H20
2. önn
V21
3. önn
H21
4. önn
V22
5. önn
H22
KjarnagreinarUTN2A05
HEIM2SI05
ATFR2VÖ05
SÁLF2SS05
SAMS1SS05

ASUM2UA05
FÉV3A05
FÉLA2FÖ05
SKYN1SE01
SÁLF3FG05
HÚSS2AG05
LYFJ2FF05
HLSE1ÍÞ05
ÖLFR2ÖL05
SÁLF3ÞR05
UPPE2SS05
VAPÓ2VN10
FSFÞ2FJ05
NÆRI2ON05
VAPÓ3FR10
FSFÞ3FS05

Valsvið*FÖTL2BO05

ÖLDR2BO05

FÖTL3AO05

ÖLDR3BO05
Bundið áfangaval**ENSK2MO05
ÍSLE2RR05
STÆR2RU05
FÉLA2HE05
FÉLA2SS05
FÉLA2ST05
SÁLF3LS05
SÁLF2ÍÞ05
SÁLF3AF05
KYNJ2KK05
UPPE2SU05

Samtals einingar á önn30 einingar31 einingar30 einingar30 einingar30 einingar

*Nemendur velja annað hvort fötlun eað öldrun

**Nemendur velja 6 áfanga

Alls 151 eining 5 annir

Birt með fyrirvara um breytingar í maí 2020