Lyfjatæknabraut (FAS)

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ) býður upp á nám á lyfjatæknibraut. Námið er unnið og skipulagt samkvæmt samningi Fjarmenntaskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Lyfjatækni er starfstengt nám og er markmið námsins að mennta fólk til að starfa við sölu, dreifingu og afgreiðslu lyfja í apótekum, heildsölum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum. Lyfjatæknir er lögverndað starfsheiti. Hægt er að ljúka stúdentsprófi á kjörnámsbraut í FAS með lyfjatækni sem sérhæfingu.

Brautarlýsing

Nánari upplýsingar um brautarskipulag og undanfara.

Umsókn um nám.