Upphaf haustannar

Nám á haustönn hefst síðustu vikuna í ágúst. Á nokkrum brautum eru þó það fáir nemendur að ekki verður ákveðið fyrr en í haust hvort nám hefjist á þeim. Næstu daga fá umsækjendur upplýsingar um nám á þeim brautum sem þeir sóttu um. Áfram er hægt að sækja um nám í sumar en þeim umsóknum verður ekki svarað fyrr en í ágúst.