Aukið framboð og nýir skólar

Innritun fyrir vorönn 2014 er nú hafin í Fjarmenntaskólanum.  Frá því síðast var innritað hafa Menntaskólinn á Ísafirði og Fjölbrautaskóli Vesturlands bæst við þann hóp skóla sem standa að Fjarmenntaskólanum.  Skipulag náms í Fjarmenntaskólanum gerir ráð fyrir því, eins og áður,  að nemendur geti stundað nám með vinnu.  Í boði er nám til stúdentsprófs og starfsnám.  Nemendur geta valið þann skóla sem heldur utan um nám þeirra til stúdentsprófs en þó stundað nám í mörgum skólum samhliða,  ef það hentar vegna námsvals og námsframboðs mismunandi skóla innan Fjarmenntaskólans.

Þrjár nýjar námsleiðir eru í boði en þær eru: Félagsliðanám, húsasmíðanám og nám á nýsköpunar og tæknibraut.  Einnig er áfram innritað í , listljósmyndun, skólaliðanám, leikskólaliðanám, sjúkraliðanám og stuðningsfulltrúanám.

Sérstaklega er bent á nám í frönsku frá FVA, nám í tveimur tækninámsáföngum við FNV, listmálun við MTR og spænsku við FAS.  Umsóknarfrestur á nýjum námsbrautum er almennt til er til 13. desember en framyfir áramót í það nám sem þegar er í gangi.  Nánari upplýsingar eru um innritun á umsóknareyðublaði.