60 umsóknir hafa borist

Umsóknir um nám í Fjarmenntaskólanum eru nú um 60. Þeir sem þegar hafa sótt um eiga næstu daga að fá tölvuskeyti frá umsjónarskóla þeirrar brautar sem þeir sóttu um nám á.

Ákveðið hefur verið að hafa áfram opið fyrir umsóknir og að auglýsa námið aftur í haust. Vegna lítillar aðsóknar verður þó ekki boðið upp á þær sérgreinar á umhverfis- og auðlindabraut sem fyrirhugað var að kenna í haust.

Þeir sem sækja um nám við Fjarmenntaskólann eftir 19. júní fá svar í ágúst.

 

Gleðilegt sumar.