Tölvuþrjótur veldur usla

http://4.bp.blogspot.com/-MO3V6c0Hsl4/UW365Hfz9EI/AAAAAAAAI68/51epGB4UBQ8/s1600/computer-hacker-break-the-security.gif

Umsóknir glatast

Það leiðinda atvik átti sér stað fyrir skömmu að tölvuþrjótur braut sér leið inn á tvo af vefjum FAS, sem keyrðu á gamalli útgáfu af Joomla vefumsjónarkerfinu. Þar kom hann fyrir trójuhesti sem hóf að dæla ruslpósti út um víðan völl og notaði til þess sama póstþjón og umsóknarformin á vef Fjarmenntaskólans.

Þetta hafði þær afleiðingar að einhverjar af þeim umsóknum sem sendar hafa verið frá vef Fjarmenntaskólans undanfarna tvo daga (miðvikudag og fimmtudag) kunna að hafa glatast vegna lokana sem grípa þurfti til.

Okkur hefur tekist að stöðva þessa óáran og höfum í framhaldinu tekið í notkun aðra og öruggari leið til að dreifa pósti frá vef Fjarmenntaskólans.

 

Við viljum því biðja þá sem sótt hafa um frá 29. maí til dagsins í dag, 31. maí, að endurnýja umsóknir sínar.