Umhverfis- og auðlindabraut samþykkt

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Menntaskólanum á Tröllaskaga heimild til að kenna námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum í fjarnámi næsta vetur. Þetta þýðir að í boði verða áfangar bæði úr kjarna ásamt sérgreinaáföngum næsta haust. Verður spennandi að sjá hverjar viðtökurnar verða.