Námið samkvæmt nýrri námskrá

Námið í Fjarmenntaskólanum er samkvæmt nýrri námskrá sem byggir á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Því heita áfangarnir sem verða í boði ýmsum torkennilegum nöfnum fyrir þá sem þekkja gamla framhaldsskólann vel. Nú þegar hafa fimm framhaldsskólar byrjað að vinna á þennan veg og meðal þeirra tveir skólar sem standa að Fjarmenntaskólanum Menntaskólinn á Egilsstöðum og Menntaskólinn á Tröllaskaga.