Fréttir

Aukið framboð og nýir skólar

Innritun fyrir vorönn 2014 er nú hafin í Fjarmenntaskólanum.  Frá því síðast var innritað hafa Menntaskólinn á Ísafirði og Fjölbrautaskóli Vesturlands bæst við þann hóp skóla sem standa að Fjarmenntaskólanum.  Skipulag náms í Fjarmenntaskólanum gerir ráð fyrir því, eins og áður,  að nemendur geti stundað nám með vinnu.  Í boði er nám til stúdentsprófs og […]

28/11/2013 | Fréttir

Góð aðsókn

Innritun í Fjarmenntaskólann á þessari önn er lokið.  Alls bárust um 120 umsóknir um nám á 15 námsbrautum og í almennt nám.  Flestar voru umsóknir um sjúkraliðanám en aðsókn að námi í matartækni og námi fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum var einnig góð.  Farið verður af stað með nám á sjö brautum, nám á […]

03/09/2013 | Fréttir

Menntaskólinn á Ísafirði kominn í hópinn

Menntaskólinn á Ísafirði var að bætast í hóp þeirra framsæknu framhaldsskóla sem standa að Fjarmenntaskólanum. Skólarnir eru nú átta, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.

16/08/2013 | Fréttir

60 umsóknir hafa borist

Umsóknir um nám í Fjarmenntaskólanum eru nú um 60. Þeir sem þegar hafa sótt um eiga næstu daga að fá tölvuskeyti frá umsjónarskóla þeirrar brautar sem þeir sóttu um nám á. Ákveðið hefur verið að hafa áfram opið fyrir umsóknir og að auglýsa námið aftur í haust. Vegna lítillar aðsóknar verður þó ekki boðið upp á þær sérgreinar á […]

19/06/2013 | Fréttir

Sprotasjóður og Fjarmenntaskólinn

Í maí 2012 fékk Fjarmenntaskóinn styrk til að þróa fjarnám til stúdentsprófs með áherslu á umhverfis- og auðlindafræði. Verkefninu lauk núna í vor og út er komin skýrsla um það sem er hægt að nálgast hér.   Skýrsla til Sprotasjóðs.   Sprotasjóði er þakkað kærlega fyrir veittan styrk.  

19/06/2013 | Fréttir

Tölvuþrjótur veldur usla

Umsóknir glatast Það leiðinda atvik átti sér stað fyrir skömmu að tölvuþrjótur braut sér leið inn á tvo af vefjum FAS, sem keyrðu á gamalli útgáfu af Joomla vefumsjónarkerfinu. Þar kom hann fyrir trójuhesti sem hóf að dæla ruslpósti út um víðan völl og notaði til þess sama póstþjón og umsóknarformin á vef Fjarmenntaskólans. Þetta […]

31/05/2013 | Fréttir

Fréttatilkynning um Fjarmenntaskólann

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám. Um er að ræða Fjörbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Í vor verður áhugi kannaður á námi á 15 námsbrautum og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvað verður í […]

17/05/2013 | Fréttir

Umhverfis- og auðlindabraut samþykkt

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Menntaskólanum á Tröllaskaga heimild til að kenna námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum í fjarnámi næsta vetur. Þetta þýðir að í boði verða áfangar bæði úr kjarna ásamt sérgreinaáföngum næsta haust. Verður spennandi að sjá hverjar viðtökurnar verða.

11/06/2012 | Fréttir

Námið samkvæmt nýrri námskrá

Námið í Fjarmenntaskólanum er samkvæmt nýrri námskrá sem byggir á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Því heita áfangarnir sem verða í boði ýmsum torkennilegum nöfnum fyrir þá sem þekkja gamla framhaldsskólann vel. Nú þegar hafa fimm framhaldsskólar byrjað að vinna á þennan veg og meðal þeirra tveir skólar sem standa að Fjarmenntaskólanum Menntaskólinn á Egilsstöðum […]

11/06/2012 | Fréttir

Umhverfis- og auðlindafræði

Fjarnám – umhverfis- og auðlindafræði – stúdentspróf Hefur þú áhuga á umhverfismálum og stóru spurningunum um verndun og nýtingu auðlinda? • Fjarnám • Stúdentspróf • Samþætting raunvísinda og félagsgreina • Nám fyrir framtíðina

11/06/2012 | Fréttir