Fréttir

Nýr samstarfsskóli

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur bæst við í samstarfið og bjóðum við hann velkominn í hópinn.

28/08/2016 | Fréttir

Ný námsbraut

Fjarmenntaskólinn býður nú upp á nám á skrifstofubraut sem er starfsnám þjónustu á sviði skrifstofugreina. Námsbrautin er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Menntaskólans á Egilsstöðum. Frekari upplýsingar um nám á brautinni má fá á heimasíðu okkar undir flipanum Námið.

27/05/2016 | Fréttir

Opið fyrir umsóknir

Búið er að opna fyrir umsóknir um nám í Fjarmenntaskólanum á haustönn 2016. Í boði eru tólf námsleiðir í starfsnámi og fjöldi greina í almennu námi. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst og hámarksgjald er 30.000,- krónur.

03/05/2016 | Fréttir

Evrópskt menntanet

Fulltrúar sjö skóla Fjarmenntaskólans voru dagana 9.-13. nóvember á ráðstefnu í Zagreb um menntun og upplýsingamiðlun.  Ráðstefnan var tíunda ársráðstefna ecoMedia sem eru samtök 5000 skóla víðsvegar um Evrópu.  Fjarmenntaskólanum var boðið að taka sæti í stjórn samtakanna og óskir komu fram um að halda ráðstefnu ecoMedia á Íslandi árið 2018. http://www.ecomedia-europe.net/

16/11/2015 | Fréttir

Skráningu á haustönn er nú nú lokið. 

Rúmlega fjörtíu umsóknir bárust um nám á starfsnámsbrautum; mest í sjúkraliðanám en tækniteiknun og húsasmíði voru einnig vinsælar greinar.  Mjög mikli aðsókn var einnig í almennt fjarnám og þá einkum í Menntaskólann á Egilsstöðum og Menntaskólann á Tröllaskaga sem geta ekki tekið við öllum nemendum sem sóttu um.

27/08/2015 | Fréttir

Opið fyrir umsóknir

Búið er að opna fyrir umsóknir um nám í Fjarmenntaskólanum á haustönn 2015.  Í boði eru þrettán námsleiðir í starfsnám og á fimmta tug greina í almennu námi.  Umsóknarfrestur er til 24. ágúst og hámarksgjald er 30.000,- krónur.  

12/08/2015 | Fréttir

Tveir nýir skólar til samstarfs

Menntaskólinn að Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum hafa nú bæst við samstarfsskólana og bjóðum við þá velkomna til samstarfs.

16/09/2014 | Fréttir

Innritun gengur vel

Innritun í Fjarmenntaskólann hefur gengið afar vel og eru nú flestar þeirra brauta sem ákveðið var að kenna komnar í gang. Á nokkrum er alveg fullt en laust pláss er í fjallamennsku og listgreinar, fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist. Kennsla hefst á misjöfnum tíma eftir brautum en yfirleitt má gera ráð fyrir að hún hefjist […]

08/08/2014 | Fréttir

Upphaf haustannar

Nám á haustönn hefst síðustu vikuna í ágúst. Á nokkrum brautum eru þó það fáir nemendur að ekki verður ákveðið fyrr en í haust hvort nám hefjist á þeim. Næstu daga fá umsækjendur upplýsingar um nám á þeim brautum sem þeir sóttu um. Áfram er hægt að sækja um nám í sumar en þeim umsóknum […]

20/06/2014 | Fréttir

Nýr skóli

          Menntaskóli Borgarfjarðar – MB – hefur bæst í hóp Fjarmenntaskólanna. Þeir eru nú orðnir tíu talsins og eru: Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi Fjölbrautaskóli Snæfellinga á Grundarfirði Menntaskólinn á Ísafirði Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði Framhaldsskólinn á Húsavík Menntaskólinn á Egilsstöðum Verkmenntaskóli […]

15/01/2014 | Fréttir