29/11/2016

Fjarmenntaskólinn eflir framhaldsskólanám á landsbyggðinni

Fjarmenntaskólinn er samstarfshattur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Samstarfið byggist á þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi sameiginlegu námsframboði í starfsnámi svo sem sjúkraliðanámi, skrifstofubraut og húsasmíði. Í öðru lagi miðlun náms og kennslu á milli skólanna og í þriðja lagi faglegu samstarfi stjórnenda skólanna.

Framhaldsskólar í fámennu dreifbýli þurfa um margt að leysa önnur verkefni en stórir skólar í þéttbýli. Hver þeirra er með sína sérhæfingu sem síðan er hægt að miðla milli þeirra allra. Sérhæfingin getur falist í námsleiðum, sérmenntuðum starfsmönnum og annarri sérþekkingu. Með samstarfinu styrkjast því allir skólarnir. Með nútímatækni starfa skólarnir þétt saman, miðla fjarnámi frá sér og taka á móti því til sín. Námsframboð nemenda eykst, kennarar geta miðlað sérþekkingu sinni víðar og faglegt starf stjórnenda eflist. Þannig verður rekstur hvers skóla hagkvæmari og víðtækari sérþekking fyrir hendi. Lesa meira »

11/11/2016

Almennt fjarnám á vorönn 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um almennt fjarnám á vorönn 2017. Þið sjáið framboð áfanga hér og athugið sótt er um nám í áföngum í gegnum heimasíður aðildarskóla Fjarmenntaskólans.