Sjúkraliðabraut

Í Fjarmenntaskólanum er boðið upp á nám á sjúkraliðabraut. Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði.

 

Starfsvettvangur sjúkraliða er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Sjúkraliði starfar einkum við almenna og sérhæfða umönnun sjúkra og við þau hjúkrunarstörf sem hann hefur menntun og faglega færni til að sinna. Sjúkraliðar aðstoða skjólstæðinga sína við athafnir daglegs lífs, taka þátt í að meta ástand þeirra og koma upplýsingum til yfirmanns. Þeir meta líðan og árangur hjúkrunar, skrá algengar athuganir í hjúkrunarskrá, leitast við að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu og hreyfingarleysis og aðstoða við hæfingu og endurhæfingu sjúklinga. Starfsheiti sjúkraliða er lögverndað skv. lögum um sjúkraliða nr. 58/1984.

 

Nýr hópur haustið 2016

Nýr hópur fór af stað haustið 2016.  Skipting sérhæfðra áfanga á annir kemur fram í töflunni hér að neðan. Athugið að áfangar með grænum bakgrunni eru kenndir í lotum.

 

Haust 16 Vor 17 Haust 17 Vor 18 Haust 18 Vor 19
HJÚ103 HJÚ203 HJÚ303  LYF103 FÉL103 STÞ108
HJV103 NÁT123 HJÚ403 HJÚ503 HBF103 STÞ208
LÍB101 NÆR103 SJÚ103 SÁL103 SAM103  
LOL103 LOL203  SKY101 SJÚ203 SIÐ102  
NÁT103 VIN105  VIN205  VIN305>  SÝK103  
UTN103          
16 e. 17 e. 15 e. 17 e. 14 e. 16 e.

 

Áætlun um námsframboð

 

Áfangar með rauðum bakgrunni eru fjarnámsáfangar

Áfangar með grænum bakgrunni eru kenndir í lotum

 

Haust 15 Vor 16 Haust 16 Vor 17 Haust 17 Vor 18
HJÚ103 HJÚ203 HJÚ303 HBF103 FÉL103 STÞ108
HJV103 LOL203 HJÚ403 HJÚ503 SIÐ102 STÞ208
LÍB101 NÆR103 LYF103 SÁL103 SÝK103  
LOL103 SJÚ103 SJÚ203  VIN305    
NÁT123 VIN105  VIN205      
SAM103          
16 e. 17 e. 17 e. 14 e. 8 e. 16 e.