Góð aðsókn

Innritun í Fjarmenntaskólann á þessari önn er lokið.  Alls bárust um 120 umsóknir um nám á 15 námsbrautum og í almennt nám.  Flestar voru umsóknir um sjúkraliðanám en aðsókn að námi í matartækni og námi fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum var einnig góð.  Farið verður af stað með nám á sjö brautum, nám á einni var ekki á áætlun fyrr en á vorönn en  sérnámi á öðrum brautum verður frestað um sinn og einhverjar verða í boði á vorönn 2014.  Nemendur eiga að hafa fengið svar við umsóknum og margir hafa þegar hafið sitt nám.  Nám fyrir vorönn veður auglýst um miðja önnina.  Ljóst er af viðbrögðum við námsframboði Fjarmenntaskólans að hann er þörf viðbót í framhaldsskólaflóruna og kominn til að vera.