Fréttir

Innritun fyrir haustönn 2018

Innritun er hafin í almennt fjarnám og á sérhæfðar námsbrautir á vegum samstarfsskólanna innan Fjarmenntaskólans. Nánari upplýsingar um innritunarleiðir er að finna undir Almennt fjarnám og svo hverri námsbraut fyrir sig.

01/06/2018 | Fréttir

Innritun í almennt fjarnám á vorönn

Innritun er nú hafin í almennt fjarnám á vorönn. Hér á síðunni má nálgast námsframboð fjarmenntaskólanna og finna tengla í umsókn í þeim skólum sem bjóða upp á það nám sem hentar hverjum og einum.

18/12/2017 | Fréttir

Innritun á haustönn lokið

Innritun í fjarnám á haustönn er nú lokið. Innritun fyrir nám á vorönn verður auglýst síðar.

04/09/2017 | Fréttir

Innritun hafin

Innritun er nú hafin í almennt fjarnám hjá flestum skólum Fjarmenntaskólans. Umsóknir fara fram á heimasíðum skólanna en tengla í umsóknareyðublöðin má nálgast hér.

05/04/2017 | Fréttir

Innritun hafin í húsasmíði og húsgagnasmíði við FNV

Innritun er hafin í fjarnám og helgarkennslu í húsasmíði og húsgagnasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra. Opnað verður fyrir umsóknir um annað nám á vegum Fjarmenntaskólans á næstu dögum. 

28/03/2017 | Fréttir

Fjarmenntaskólinn eflir framhaldsskólanám á landsbyggðinni

Fjarmenntaskólinn er samstarfshattur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Samstarfið byggist á þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi sameiginlegu námsframboði í starfsnámi svo sem sjúkraliðanámi, skrifstofubraut og húsasmíði. Í öðru lagi miðlun náms og kennslu á milli skólanna og í þriðja lagi faglegu samstarfi stjórnenda skólanna. Framhaldsskólar í fámennu dreifbýli þurfa um margt að leysa önnur verkefni en […]

29/11/2016 | Fréttir

Almennt fjarnám á vorönn 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um almennt fjarnám á vorönn 2017. Þið sjáið framboð áfanga hér og athugið sótt er um nám í áföngum í gegnum heimasíður aðildarskóla Fjarmenntaskólans.

11/11/2016 | Fréttir

Nýr samstarfsskóli

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur bæst við í samstarfið og bjóðum við hann velkominn í hópinn.

28/08/2016 | Fréttir

Ný námsbraut

Fjarmenntaskólinn býður nú upp á nám á skrifstofubraut sem er starfsnám þjónustu á sviði skrifstofugreina. Námsbrautin er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Menntaskólans á Egilsstöðum. Frekari upplýsingar um nám á brautinni má fá á heimasíðu okkar undir flipanum Námið.

27/05/2016 | Fréttir

Opið fyrir umsóknir

Búið er að opna fyrir umsóknir um nám í Fjarmenntaskólanum á haustönn 2016. Í boði eru tólf námsleiðir í starfsnámi og fjöldi greina í almennu námi. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst og hámarksgjald er 30.000,- krónur.

03/05/2016 | Fréttir